Drottinn blessi helvítið – bönnuð stikla

Rauðmerkt bönnuð stikla er komin út fyrir drama – spennu – gamanmyndina Home Sweet Hell, eða Drottinn blessi helvítið, í lauslegri íslenskri þýðingu.

jordana

Myndin fjallar um Don Champagne, sem Patrick Wilson leikur, sem á æðislegt heimili, falleg börn, fyrirtæki sem gengur allt í haginn og stjórnsama og klikkaða eiginkonu, sem Katherine Heigl leikur. Þegar eiginkonan kemst að því nýi starfsmaðurinn í fyrirtæki mannsins hennar er hin kynþokkafulla Dusty, sem Jordana Brewster leikur, þá grípur hún til sinna blóðugu ráða.

Myndin er væntanleg í bíó á næsta ári.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan, en ath. að hún er ekki fyrir börn né viðkvæma: