Drottning Atlantis á Ströndum

Warner Bros. hefur sent frá sér fyrstu ljósmyndina af Amber Heard í hlutverki Mera, drottningu Atlantis, sem kemur við sögu í hasarmyndinni Justice League og í væntanlegum Aquaman-myndum. amber

Sjá frétt The Wrap.

Tökur á Justice League hafa staðið yfir hér á landi og var myndin af Heard tekin á Ströndum.

Zack Snyder leikstýrir Justice League. Í myndinni hittast fyrir Batman, Superman, Wonder Woman, Aquaman, The Flash og Cyborg.

Frumsýning á Justice League verður í nóvember 2017. Justice League: Part Two verður frumsýnd í júní 2019.

James Wan leikstýrir Aquaman, sem er væntanleg í bíó sumarið 2018.