Wan tístir frá tökustað The Conjuring 2

Áður en leikstjórinn James Wan hefst handa við Aquaman ætlar að hann að ljúka við gerð hrollvekjunnar The Conjuring 2.James Wan Vera Farmiga_The_Conjuring

Um er að ræða framhald The Conjuring sem sló í gegn árið 2013. Réttur titill nýju myndarinnar mun vera The Conjuring 2: The Enfield Poltergeist.

Tökur fara fram í London þessa dagana en myndin gerist á áttunda áratugnum. Þar rannsaka þau Ed og Lorraine Warren (Patrick Wilson og Vera Farmiga) yfirskilvitlega hluti.

Málið sem um ræðir er byggt á sannsögulegum atburðum og hefur einmitt verið kallað Enfield Poltergeist. Það átti sér stað í hverfinu Enfield á Englandi en þar bjó einstæð fjögurra barna móðir í andsetnu húsi.

Handrit myndarinnar skrifaði David Leslie Johnson (Orphan). Myndin er væntanleg í bíó í júní á næsta ári.

James Wan hefur birt ljósmynd frá tökustaðnum á Twitter þar sem hann stillir sér upp ásamt Wilson, Farmiga og Simon McBurney.