Fyrstu myndirnar úr Fast & Furious 7

Harðjaxlinn Vin Diesel hefur birt á Facebook-síðu sinni tvær nýjar ljósmyndir úr sjöundu Fast & Furious-myndinni sem er í undirbúningi.

diesel

Á annarri þeirra sést Diesel í hlutverki Dominic Toretto ásamt Brian O´Conner (Paul Walker). Einnig sést glitta í Nathalie Emmanuel, úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, sem er nýtt andlit í seríunni.

Leikstjóri myndarinnar er James Wan, sem á að baki hinar vinsælu Saw, The Conjuring og Insidious.

Dwayne Johnson, Michelle Rodriguez, Jordana Brewster, Tyrese Gibson og Ludacris verða á sínum stað í Fast & Furious 7.
Jason Statham, sem kom lítillega við sögu í síðustu mynd, túlkar illmennið Ian Shaw.

Fyrstu myndirnar úr Fast & Furious 7

Harðjaxlinn Vin Diesel hefur birt á Facebook-síðu sinni tvær nýjar ljósmyndir úr sjöundu Fast & Furious-myndinni sem er í undirbúningi.

diesel

Á annarri þeirra sést Diesel í hlutverki Dominic Toretto ásamt Brian O´Conner (Paul Walker). Einnig sést glitta í Nathalie Emmanuel, úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, sem er nýtt andlit í seríunni.

Leikstjóri myndarinnar er James Wan, sem á að baki hinar vinsælu Saw, The Conjuring og Insidious.

Dwayne Johnson, Michelle Rodriguez, Jordana Brewster, Tyrese Gibson og Ludacris verða á sínum stað í Fast & Furious 7.
Jason Statham, sem kom lítillega við sögu í síðustu mynd, túlkar illmennið Ian Shaw.