Eddie Murphy enn á lífi

Einhver virðist hafa horn í síðu Eddie Murphy því stutt er síðan þriðja gabbfréttin birtist um andlát hans.

Gamanleikarinn var í febrúar sagður hafa dáið í snjóbrettaslysi í Sviss og aftur flaug sú fiskisaga í júlí. Hrekkjalómarnir á vefsíðunni Global Associated News birtu þessa sömu frétt núna um helgina og fór þá í gang enn einn orðrómurinn á netinu um að Murphy væri farinn yfir móðuna miklu.

Hið rétta er að Murphy er sprelllifandi. Hann var heiðraður af sjónvarpsstöðinni Spike TV fyrir feril sinn á laugardaginn í Saban-leikhúsinu í Los Angeles. Chris Rock, Martin Lawrence, Tracy Morgan, Adam Sandler og Brett Ratner heiðruðu hann á samkomunni