Eilífur vetur í Frozen – Ný stikla og myndir!

Ný stikla er komin út fyrir  nýjustu teiknimynd Disney teiknimyndafyrirtækisins, eða Walt Disney Animation Studios.

frozen 4

Myndin heitir Frozen, og er úr smiðju þeirra sömu og gerðu teiknimyndirnar Tangled og Wreck It Ralph, sem frumsýnd var í fyrra.

Frozen er byggð á ævintýri eftir Hans Christian Andersen, Snjódrottningunni, eða The Snow Queen.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Eins og sést þá minnir stiklan á stuttmyndirnar með Scrat úr Ísöld, og tengist sögu myndarinnar lítið sem ekkert. Stiklan virðist líka einkum hugsuð til að kynna til sögunnar tvær af helstu aukapersónum sögunnar, fyndna snjókarlinn Olaf og hreindýrið Sven, sem aðstoða aðalsöguhetjurnar Anna, sem Kristen Bell talar fyrir, og Kristoff, sem Jonathan Groff talar fyrir, á leið þeirra yfir frosið konungsdæmi.

frozen 2 Frozen 3 frozen 1

Leikstjóri Frozen er Chris Buck. Myndin fjallar í stuttu máli um konungsdæmi þar sem eilífur vetur ríkir, vegna álaga sem Snjódrottningin Elsa lagði á landið. Anna er haldin óbilandi bjartsýni og ákveður að takast á hendur ferðalag til að finna Elsu ( það vill til að hún er einnig systir hennar ) og binda enda á frostaveturinn endalausa.

En hún getur þetta ekki ein. Hún fær hjálp frá hinum eitilharða fjallamanni Kristoff, hreindýrinu hans Sven og hinum skrýtna snjókarli Olaf.

Frozen kemur í bíó 6. desember nk.