Ekkert Halloween bull!

tyler perryPersóna Tyler Perry, Madea, er snúin aftur í fyrstu kitlunni fyrir Boo! A Madea Halloween, en þar gerir Madea sér lítið fyrir og mætir með haglabyssu út á stétt til að reka burtu eitthvað sem hún heldur að séu krakkaormar í leit að Halloween sælgæti, en eru mögulega uppvakningar, eftir alheimsfaraldur, ef eitthvað er að marka byrjunina á stiklunni.

„Ég tek ekki þátt í þessu Halloween bulli,“ segir hún.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Lionsgate framleiðslufyrirtækið frumsýnir myndina þann 21. október nk., en Perry skrifar handrit, framleiðir, leikstýrir og leikur aðalhlutverk. Ozzie Areu og Will Areu framleiða einnig.

Myndin á uppruna sinn í því þegar Perry og Chris Rock settu þykjustu Madea hrekkjavöku bíómynd inn í mynd Rock frá árinu 2014, Top Five. Lionsgate kom að máli við Perry í framhaldinu og stakk upp á að gerð yrði kvikmynd.

Helstu leikarar aðrir eru Bella Thorne, Cassi Davis, Patrice Lovely, Andre Hall, Yousef Erakat, Lexy Panterra, Diamond White, Liza Koshy, Brock O’Hurn, Jimmy Tatro, JC Caylen, Kian Lawley og Mike Tornabene.

Lionsgate hefur framleitt átta Madea myndir, allt frá þeirri fyrstu, Diary of a Mad Black Woman, sem frumsýnd var árið 2005, byggð á leikriti eftir Perry.