Ekki vera fífl á tökustað

Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar þéttpökkuðu og stórspennandi umfjöllunarefni að þessu sinni. Nú snýr umræðan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér.

Atli Óskar Fjal­ar­son og Elías Helgi Kof­oed Han­sen eru bestu vinir og starfa báðir í kvik­mynda­gerð. Þeir hófu fer­il­inn sem ungir leik­arar í kvik­mynd­inni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvik­mynda­gerð­ar, Atli sem fram­leið­andi og Elías sem hand­rits­höf­und­ur. 

Þeir lærðu kvik­mynda­gerð í Los Angeles í Bandaríkjunum en búa og starfa núna á Íslandi og eru einnig með hlað­varps­þátt­inn „Atli og Elí­as“ sem fjallar um þeirra eigin upp­lifun af kvik­mynda­brans­anum á Ísland­i. 


Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér eða í gegnum Spotify að neðan: