Elizabeth Olsen staðfest í Avengers 2

Leikkonan Elizabeth Olsen fer með hlutverk persónunnar Scarlet Witch í framhaldsmyndinni The Avengers: Age of Ultron.

elizabeth

Olsen hefur lengið verið orðuð við hlutverkið en núna hefur Samuel L. Jackson, sem leikur Nick Fury í myndinni, staðfest orðróminn. „Við ætlum að taka myndina upp í London og James Spader verður Ultron. Svo höfum við bætt fröken Olsen í hópinn,“ sagði Jackson í viðtali við The Wall Street Journal.

Myndin kemur í bíó 2015. Aðrir leikarar verða Robert Downey Jr. Scarlett Johansson, Chris Hemsworth, Mark Ruffalo og Jeremy Renner.