The Avengers afhenda Óskarsverðlaun

Ofurhetjurnar úr The Avengers ætla að afhenda Óskarsverðlaun 24. febrúar næstkomandi.

 

Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Jeremy Renner, Chris Evans og Mark Ruffalo ætla allir að mæta upp á svið og afhenda verðlaun. Aðeins Scarlett Johansson og Chris Hemsworth úr ofurhetjuhópnum verða ekki viðstödd.

„Það verður gaman að sameina leikaraliðið úr The Avengers á hátíðinni okkar. Áhorfendur sem sáu þessa vinsælustu mynd ársins verða spenntir að sjá þessa frábæru leikara aftur saman,“ sögðu skipuleggjendur Óskarsverðlaunanna.

The Avengers er tilnefnd til Óskarsins fyrir tæknibrellur. Samuel L. Jackson er eini leikarinn í hópnum sem lék í mynd sem er tilnefnd sem sú besta, eða Django Unchained.