Engir aukvisar með The Flash

Það eru svo sannarlega engir aukvisar mættir með ofurhetjunni The Flash á nýjum persónuplakötum úr samnefndri mynd, sem kemur í bíó 14 . júní nk.

Á einum plakatinu er sjálfur Leðurblökumaðurinn, eða Batman, og á hinu er Ofurstúlkan, eða Supergirl, mætt.

Með hlutverk Leðurblökumannsins fer Michael Keaton en Ofurstúlkuna leikur Sasha Calle.

Leiftur, eða The Flash, er leikinn af Ezra Miller.

The Flash (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 63% Rotten tomatoes einkunn83%

Ofurhetjan Barry Allen, eða The Flash, notar ofurhraða sinn til að breyta fortíðinni. En þegar tilraun hans til að bjarga fjölskyldunni breytir óvart framtíðinni um leið, festist Barry í veruleika þar sem erkióvinurinn General Zod er snúinn aftur. Zod hótar algjörri gereyðingu og ...

Smelltu á plakötin til að sjá þau stærri.