Ennio Morricone látinn

Ítalski tónlistarmaðurinn Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á sjúkra­húsi í Rome og greindu ít­alsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í morg­un, en hann var á sjúkra­húsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lær­legg.

Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar og þekktur fyrir ótalmörg stef sem hafa lengi verið talin sígild.

Á meðal þeirra má nefna allar kvikmyndir ítalska leikstjórans Sergio Leone frá og með myndinni A Fistful of Dollars og allar myndir Giuseppe Tornatore frá og með Cinema Paradiso. Má einnig nefna kvikmyndirnar The Thing, In the Line of Fire, Ripley’s Game og The Untouchables.

Morricone vann í fyrsta skipti til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlistina fyrir tónlist sína við myndina The Hateful Eight eftir Quentin Tarantino árið 2016. Hann varð þá elsti maðurinn sem hefur nokkurn tímann unnið til Óskarsverðlauna sem keppt var um.

Frá árinu 1946 samdi Morricone samið rúmlega 500 tónverk fyrir kvikmyndir og sjónvarp auk þess sem hann hefur samið um 100 verk í klassískum stíl.