Er Sam Raimi að gera ömurlega mynd?

Undanfarið höfum við haldið ykkur við efnið þegar kemur að ráðningu leikara í næstu mynd Sam Raimi sem ber nafnið Drag me to Hell. Ellen Page úr Juno dró sig úr myndinni vegna anna, en einhvernveginn held ég að hún hafi bara lesið handritið og dregið sig úr tökum. Sam Raimi er hvað þekkastur fyrir að hafa gert The Evil Dead og nú síðast Spider-Man 3.

Nýverið komst óprúttinn aðili yfir handrit myndarinnar og gagnrýndi það. Hann vægast sagt hraunar yfir það og gefur því einkunnina „Leigðu hana á DVD – kannski“. Hann segir að allt hafi verið gert áður, og betur en það. Handritið er ótrúlega fyrirsjáanlegt og virkilega illa skrifað.

Ég held að Raimi sé kominn algerlega á botninn með þessari mynd, ég vona allavega ekki að hann hrauni uppá bak í þarnæstu mynd.

Hér er hægt að lesa rýnina á handrit myndarinnar (mæli með þessu!)