Er Tom Hanks nógu fúllyndur? Nýr þáttur af Bíóbæ

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er rætt um nýjustu Marvel myndina Ant-Man and the Wasp: Quantumania þar sem annar þáttastjórnandi, Árni Gestur, veður í stefnu Marvels „að tala af sér“.

Einnig skilur hann ekki krafta Ant-Man þrátt fyrir tilraunir hins stjórnandans, Gunnars Antons, til að útskýra.

Ant-Man and the Wasp: Quantumania (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 46%

Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst....

Svo er komið að tölvuteiknimyndinni 100% Úlfur eftir framhaldskonunginn Alexs Stadermann.

Gunnar spyr spurninga.

100% Úlfur (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.6
Rotten tomatoes einkunn 69%

Freddi er viss um að hann muni verða hræðilegasti varúlfur allra tíma, en honum bregður í brún þegar hann umbreytist í fyrsta sinn og verður að púðluhundi....

„Ekki láta þessa framhjá ykkur fara enda er framhald væntanlegt,“ segir í kynningu á þættinum..

Að lokum skoða þáttastjórnendur endurgerð A man called Otto, „þar sem að hjartaknúsarinn Tom Hanks sýnir af sér nýja hlið af einskærum biturleika, eða hvað?“

A Man Called Otto (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 70%

Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir...

Er Tom Hanks nógu fúllyndur til að vera trúverðugur?

Kíktu á þáttinn hér fyrir neðan: