Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er rætt um nýjustu Marvel myndina Ant-Man and the Wasp: Quantumania þar sem annar þáttastjórnandi, Árni Gestur, veður í stefnu Marvels „að tala af sér“.
Einnig skilur hann ekki krafta Ant-Man þrátt fyrir tilraunir hins stjórnandans, Gunnars Antons, til að útskýra.
Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst....
Svo er komið að tölvuteiknimyndinni 100% Úlfur eftir framhaldskonunginn Alexs Stadermann.
Freddi er viss um að hann muni verða hræðilegasti varúlfur allra tíma, en honum bregður í brún þegar hann umbreytist í fyrsta sinn og verður að púðluhundi....
„Ekki láta þessa framhjá ykkur fara enda er framhald væntanlegt,“ segir í kynningu á þættinum..
Að lokum skoða þáttastjórnendur endurgerð A man called Otto, „þar sem að hjartaknúsarinn Tom Hanks sýnir af sér nýja hlið af einskærum biturleika, eða hvað?“
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir...
Er Tom Hanks nógu fúllyndur til að vera trúverðugur?
Kíktu á þáttinn hér fyrir neðan: