Hollywood borg fær aldrei nóg af því að endurgera kvikmyndir og næst í röðinni er Escape from New York. Kappinn Gerard Butler, sem flestir ættu að kannast við úr 300, kemur í stað töffarans Kurt Russell.
Það var gamla brýnið John Carpenter sem gerði frumgerðina árið 1981 með þá framtíðarsýn að Manhattan í heild sinni væri orðin að fanganýlendu. Forsetaflugvélin nauðlenti á eyjunni og Plissken (Russell) var plataður út í að koma forsetanum í örugga höfn.
Það segir sig væntanlega sjálft að söguþráðurinn í endurgerðinni muni að öllum líkindum ekki eiga sér stað árið 1997. Það verður því von á miklum breytingum á söguþræðinum sem verður vonandi hressandi viðbót við Escape from New York og framhaldsmyndina Escape from L.A. frá árinu 1996.

