Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Escape from New York 1981

Fannst ekki á veitum á Íslandi

New York City has Become the Only Maximum Security Prison for the Entire Country. Once You go In, You don't Come Out... Until Today. / The world's greatest leader is a hostage in the most dangerous place on Earth. Now only the deadliest man alive can save him.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 76
/100

Árið er 1997 og Manhattan í New York hefur verið breytt í hámarks-öryggisfangelsi, enda eru menn löngu búnir að missa tökin á glæpamönnum, og versta glæpahyski heimsins dvelur í þessu risafangelsi. Þegar flugvél Bandaríkjaforseta brotlendir í Manhattan, þá er forsetinn tekinn sem gísl. Hinn eineygði málaliði Snake Plissken er fenginn til að bjarga forsetanum.... Lesa meira

Árið er 1997 og Manhattan í New York hefur verið breytt í hámarks-öryggisfangelsi, enda eru menn löngu búnir að missa tökin á glæpamönnum, og versta glæpahyski heimsins dvelur í þessu risafangelsi. Þegar flugvél Bandaríkjaforseta brotlendir í Manhattan, þá er forsetinn tekinn sem gísl. Hinn eineygði málaliði Snake Plissken er fenginn til að bjarga forsetanum. Hann fær, óumbeðið, hjálp frá eitiharðri konu og kappsömum leigubílstjóra. ... minna

Aðalleikarar


Árið 1988 rís glæpaaldan í bandaríkjunum um fjögur hundruð prósent. New York borg er gerð að einu risastóru fangelsi sem hýsir brjálæðinga og grimma morðingja. Árið 1997 brotlendir forsetaflugvélin yfir borginni og forsetinn(Donald Pleasence) er tekinn sem gísl. Stríðshetjan og dæmdi glæpamaðurinn Snake Plissken(Kurt Russell) er síðan sendur til að bjarga forsetanum og mikilvægri kassettu úr skjalatösku hlekkjaða við úlnið forsetans en hefur aðeins einn sólarhring því honum hafa verið byrlaðar örlitlar sprengjur í hálsinn svo hann vinni verkið og þær drepa hann að sólarhring liðnum og mótefnið fær hann ekki fyrr en hann kemur til baka. Þessi mynd er alveg brjáluð snilld og hreinlega verður sífellt betri með árunum. Kuldalegt andrúmsloft og drungi finnst í hverju horni og testósterónið flæðir út um allt. Samtölin eru langflest grípandi og eftirminnileg og handritið er í hæsta gæðaflokki. Kurt Russell tekst að gera Snake ofboðslega svalan og enginn annar leikari hefði getað gert það svona vel. Leiksigur, svo sannarlega því að á undan þessari mynd Escape from New York þá lék Kurt aðallega í léttum gamanmyndum og það var ekki fyrr en í þessari sem reyndi svo á leikhæfileika hans. John Carpenter skrifaði handritið auk þess að leikstýra og sannar það hversu mikill snillingur sá kvikmyndagerðarmaður er. Framhaldsmyndin Escape from L.A. er að mínu mati alveg jafn frábær en helsti munurinn á þessum tveimur myndum felst aðallega í því að New York er betri John Carpenter mynd en L.A. er betri Snake Plissken mynd. Þessar myndir eru klassík sem ég get horft á endalaust. Fjögurra stjörnu snilld. SNILLD!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint óskiljanlegt að þessi mynd skildi verða svona líka gífurlega vinsæl á sínum tíma, því hún er hvorki fugl né fiskur.

Þrátt fyrir stöku flottar senur nær hún engan veginn meðallagi. Þó er hún margfalt betri en framhaldið, sem menn ættu að varast sem heitan eldinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn