Leikstjórinn Jon Favreau sagði í nýlegu viðtali að hann hafi ekki hugmynd um hvað Iron Man 3 muni fjalla. Favreau, sem leikstýrði bæði Iron Man og Iron Man 2, staðfesti að þriðja myndin í seríunni um snillinginn Tony Stark verði beint framhald af stórmyndinni The Avengers.
The Avengers, sem veðrur gefin út árið 2012, munu ofurhetjurnar Iron Man, Thor, Captain America, Hulk og fleiri koma saman til að stöðva ógn sem enginn þeirra getur barist gegn einn á báti. Segir Favreau að hann geti ekki sagt til um framhald Iron Man fyrr en hann viti hvað gerist í The Avengers.
„Iron Man 3 verður beint framhald af því sem gerist í Captain America, Thor, The Incredible Hulk og þeim myndum. Það verður kafað meira í þann heim. Ég veit ekkert hvað gerist næst og ég held ég geti sagt það sama um hina [leikstjóranna].“
Næsta mynd Favreau, Cowboys & Aliens, er væntanlega á næsta ári.
– Bjarki Dagur