Ferð að miðju jarðar

Hinn skemmtilegi leikari Aaron Eckhart ( Erin Brockovich ) hefur nú skrifað undir samning um að leika aðalhlutverkið í myndinni The Core, sem leikstýrt verður af Jon Amiel ( Entrapment ). Myndin fjallar um hvernig umhverfisslys veldur því að hætta er á að jörðin falli inn í sjálfa sig, og því verður sérstakur hópur jarðfara að bora sig niður í jörðina og sprengja sérstaka kjarnorkusprengju til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Ef ykkur finnst söguþráðurinn er ekki ólíkur Armageddon, þá er það vegna þess að hann er það ekki. Þetta verður stórmynd, framleidd af Paramount kvikmyndaverinu og líklegast að hún komi í bíó árið 2003.