Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Erin Brockovich 2000

Frumsýnd: 28. apríl 2000

She brought a small town to its feet and a huge corporation to its knees.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 73
/100
Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna. Julia Roberts fékk verðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki, og sömuleiðis Golden Globe verðlaunin.

Erin Brockovich er atvinnulaus einstæð móðir, sem þráir að finna sér starf, en ekkert gengur. Hún nær ekki einu sinni að vinna lögsókn á hendur lækni í bílslysi sem hún lenti í. Hún hefur enga úrkosti aðra en að þvinga lögfræðing sinn til að ráða sig í vinnu í sárabætur fyrir það að hún tapaði málinu gegn lækninum. Enginn tekur hana alvarlega... Lesa meira

Erin Brockovich er atvinnulaus einstæð móðir, sem þráir að finna sér starf, en ekkert gengur. Hún nær ekki einu sinni að vinna lögsókn á hendur lækni í bílslysi sem hún lenti í. Hún hefur enga úrkosti aðra en að þvinga lögfræðing sinn til að ráða sig í vinnu í sárabætur fyrir það að hún tapaði málinu gegn lækninum. Enginn tekur hana alvarlega í fyrstu, þar sem hún klæðir sig druslulega og er fremur gróf í fasi, en allt það breytist þegar hún er að rannsaka dularfullt fasteignamál sem tengist Pacific Gas ... minna

Aðalleikarar


Mjög góð mynd sem er byggð á sönnum atburðum um baráttukonuna Erin Brockovich. Julia Roberts fer á kostum í hlutverki hennar og Albert Finney er líka mjög góður. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna meðal annars sem besta mynd ársins 2000 og að sjálfsögðu var Julia Roberts tilnefnd og fékk óskarinn en það reyndist vera sá eini sem fór til myndarinnar. Steven Sodherberg leikstjórinn er núna einn sá besti Hollywood þá sérstaklega eftir þessa og Traffic en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir þær báðar. Góð mynd en samt svoldið langdregin á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg frábær mynd. Julia Roberts leikur Erin Brockovich alveg snilldarlega, enda fékk hún líka Óskarinn fyrir aðalhlutverk. Albert Finney er líka ágætur í myndinni. Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum, eins og flestir vissu. Frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hugljúf og heillandi kvikmynd sem tilnefnd var til fimm óskarsverðlauna árið 2000; sem besta kvikmyndin, bestu leikstjórnina, besta frumsamda handritið og besta leikara í aukahlutverki (Albert Finney). Hlaut óskarinn fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki 2000 (Juliu Roberts). Hér sögð sönn saga af Erin Brockovich, einstæðri móður þriggja barna. Hún er frjálslynd bæði í framkomu og ekki síst í klæðaburði og þykir best að vera frekar léttklædd. Hún lifir hefðbundnu lífi, er atvinnulaus og veit ekki hvernig hún á að láta enda ná saman í heimilishaldi sínu. Er hún lendir í bílslysi kynnist hún lögmanninum Ed Masry (Albert Finney), sem flytur skaðabótamál hennar fyrir rétti. Hún tapar málinu og leitar að því loknu í hreinni örvæntingu sinni á náðir hins kaldlynda lögmanns til að fá vinnu. Hann samþykkir með semingi að ráða hana í vinnu og lætur hana fá í hendur léttvægustu málin, því hann treystir henni ekkert sérstaklega mikið og setur hana í hreint skítadjobb á skrifstofunni, en Erin er sko ekkert bjánaprik og er staðráðin í að sanna sig í augum lögmannsins. Dag einn rekst Erin á skýrslu og ákveður að rannsaka málið frekar og kanna uppdrög hennar. Í einu vetfangi er Erin komin á bólakaf í viðkvæmt og umfangsmikið mál. Hún kemst að því að risastórt fyrirtæki hefur valdið óteljandi sjúkdómum hjá íbúum í nágrenni fyrirtækisins. Hún fær íbúana til að höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir að hunsa umhverfisreglur. Og boltinn tekur að vinda upp á sig með fulltyngi hinnar samviskusömu og bráðgáfuðu Erin Brockovich. Hér er á ferðinni ótrúleg saga en sönn og er hún færð á hvíta tjaldið á afar sannfærandi hátt. Susannah Grant yfirfærði sögu Erin í afbragðsgott kvikmyndahandrit sem er í senn fyndið, dramatískt og ekki síst afar spennandi og áhugavert. Handritið leyfir hæfileikum aðalleikaranna að njóta sín til fulls og skapar Julia Roberts afar áhugaverða og sjálfstæða kvenpersónu og leyfir Albert Finney að njóta sín til fulls í hlutverki lögfræðingsins Ed Masry, sem smám saman öðlast trú á hinni einstöku kjarnakonu. Julia Roberts hefur aldrei leikið betur á ferli sínum og það kom því væntanlega engum á óvart að hún hlaut loksins óskarinn sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir magnaða túlkun sína og það verðskuldað. Og leikstjórn Steven Soderbergh er einnig alveg mögnuð og tryggði tilnefningu til óskarsverðlaunanna, en hann var einnig tilnefndur og vann leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina TRAFFIC. Hann er sá fyrsti sem vinnur leikstjóraóskarinn við þær aðstæður. Semsagt; einfaldlega meistaralega gerð kvikmynd sem ætti að vera við allra hæfi. Sjálf Erin Brockovich birtist í smáu hlutverki gengilbeinu á veitingastað í myndinni. Ég skora á alla þá sem áhuga hafa á kvikmyndum og hafa ekki ENN séð þessa að kynnast hinni einstöku Erin Brockovich, í eitt skipti fyrir öll. Þið verðið sko ekki sviknir með það. Ég gef myndinni fjórar stjörnur, hún var bara svo skemmtileg. Og ekki skemmir fyrir óskarsverðlaunaframmistaða hinnar einstöku Juliu Roberts sem túlkar hina einstöku kjarnakonu. Einstök og eftirminnileg kvikmynd! Alls ekki missa af henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver er útkoman þegar maður blandar saman frægustu og vinsælustu leikkonunni í Hollywood og einum virtasta sjálfstæða leikstjóra dagsins í dag? Mjög góð bíómynd með langbestu frammistöðu Juliu Roberts hingað til. Julia leikur Erin, einstæða móður með þrjú börn og tilhneigingu til að klæða sig ekkert of mikið. Í örvæntingu leitar hún á náðir lögmannsins Ed Masry (Albert Finney) til að fá starf. Masry setur hana í skítadjobb, en Erin er enginn asni. Dag einn rekst hún á undarlega skýrslu og ákveður að grafast fyrir um upptök hennar. Fyrr en varir er Erin búin að uppgötva að risastórt fyrirtæki er búið að valda óteljandi sjúkdómum í nágrenninu með því að hunsa umhverfisreglur, og Erin fær íbúana til að fara í mál. Sagan væri ótrúleg ef hún væri ekki sönn, og það gefur henni meira gildi en annars væri. Susannah Grant hefur snúið sögu Erin í handrit sem er bæði spennandi, fyndið og dramatískt og leyfir bæði Juliu og Albert Finney að skína í sínum hlutverkum. Sérstaklega á Julia góðan dag og ég verð að taka undir með þeim sem eru strax farnir að raða niður á Óskasverðlaunalista næsta árs; Julia verður mjög líklega þar. Einnig eru Aaron Eckhart og Marg Helgenberger trúverðug í sínum aukahlutverkum. Steven Soderbergh hefur þaggað niður í öllum þeim sem sögðu að hann væri búinn að selja sig Hollywoodmaskínunni með þessari mynd; þó hún sé alvöru Hollywood-framleiðsla er augljóst að leikstjórinn er ekki kominn beint af færibandinu því hann forðast augljósar klisjur sem væri auðvelt að falla inn í. Það er ekki einu sinni réttaratriði í lokin. Í heildina séð: góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru þrír hlutir sem gera þessa mynd frábrugðna öðrum myndum um svipað málefni: Julia Roberts, Erin Brockovich og Steven Soderbergh. Julia Roberts, sem hefur aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, er alveg stórkostleg í aðalhlutverkinu. Erin Brockovich er stórskemmtileg persóna sem gerir myndina þess virði að horfa á til enda. Steven Soderbergh er hreinræktaður snillingur sem gerir frábærar myndir. Þegar litið er á söguna af Erin Brockovich þá er raunverulega lítið sem gerir hana frábrugðna öðrum hverjum þætti í einhverju lögfræðidrama en hin kjaftfora, hugrakka og ofsalega skemmtilega Erin Brockovich snýr sögunni upp í eitthvað sérstakt. Við erum ekki svo mikið að vonast til þess að allt veika fólkið fái bætur, við viljum að Erin vinni málið! Þó ég hafi viljað að Björk okkar Guðmundsdóttir hefði fengið meirihlutan af verðlaununum sem hún Julia fékk þá get ég ekki neitað því að hún er alveg mögnuð í þessari mynd og hreinlega "verður" persónan. Ef þið hafið ekki gaman af henni Juliu þá er ýmislegt annað til að horfa á: Albert Finney er stórkostlegur, Marg Helgenberger, sú upptekna B-myndaleikkona, er alltaf skemmtileg og kvikmyndataka Soderberghs er algjör draumur. Myndin er ekki alveg fullkomin, en hún er skemmtileg og manni líður vel eftir að hafa horft á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

21.07.2017

Stórleikkonur í streymisþjónustum

Tvær stórleikkonur eru á leiðinni á sjónvarpsskjáinn í gegnum streymisþjónustur Amazon og Netflix, Julia Roberts og Sandra Bullock. Roberts hefur gert samning við Amazon um tvær þáttaraðir af sjónvarpsþáttunum...

07.04.2013

Kvikmyndagagnrýni: Side Effects

Einkunn 4/5 Kvikmyndin Side Effects er nýjasta kvikmynd leikstjórans Steven Soderbergh en hann á farsælan feril að baki sem leikstjóri og framleiðandi og má þar nefna Ocean´s þríleikinn, Traffic, Erin Brockovich og The...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn