Náðu í appið
Armageddon

Armageddon (1998)

" Earth. It Was Fun While It Lasted."

2 klst 30 mín1998

Spennumynd um geimfara sem reyna að stöðva halastjörnu frá því að rekast á jörðina.

Rotten Tomatoes43%
Metacritic42
Deila:
Armageddon - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Streymi
Disney+Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Spennumynd um geimfara sem reyna að stöðva halastjörnu frá því að rekast á jörðina. Það er venjulegur dagur hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Nokkrir geimfarar eru úti í geimnum að gera við gervihnött, þegar, þeim algjörlega að óvörum, loftsteinadrífa lendir á geimskipinu sem þeir eru í og eyðileggur það. Loftsteinarnir nánast gjöreyða síðan New York borg þegar þeir lenda á jörðinni. Í kjölfarið á þessu uppgötvar NASA að það er risa loftsteinn á stærð við Texasríki, á leið til Jarðar, og ef steinninn lendir á Jörðinni, þá mun hann eyða öllu lífi á jörðinni. Steinninn mun lenda á jörðinni eftir 18 daga. Til allrar óhamingju þá tekst NASA ekki að eyða loftsteininum. Þá ákveður bandaríski herinn að nota kjarnorkusprengju til að granda loftsteininum, og vísindamenn komast að því að nauðsynlegt sé að bora holu í loftsteininn og setja sprengjuna ofaní holuna, svo steinninn sprengist örugglega í þúsund mola. Eini maðurinn sem treystandi er til að framkvæma verkið er bormaður að nafni Harry Stamper, og hópur hans sem er mislit hjörð bormanna, og jarðfræðinga.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (13)

★★★★☆

Ágætis mynd, fínar tæknibrellur, en villan (villurnar) er mjög algengt í dag, plottið er ekki úthugsað, söguþráðurinn er úthugsaður að megni en hlutir eins og risavöxnu M-42 byssurnar...

Þessi kvikmynd er hreinlega undirmetin hjá flestum sem hafa hér skrifað um hana. Smástirni er að fara rekast á Jörðina og aðeins nokkrir menn hafa sénsinn í að bjarga reikistjörnunni. ...

Þessi mynd er frábær!! Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Skemmtilegur söguþráður, ástir, örlög og hasar. Þessi mynd hefur allt. Minn dómur: Hrein snilld.

Ég hef tekið eftir því að margir eru að tala um að hún sé svo óraunveruleg. Það skiptir ekki baun máli ef myndin er skemmtileg, sem hún er. Hin loftsteinamyndin, Deep Impact, er lélegr...

★☆☆☆☆

Þessi er algjörlega vonlaus.. og viðbjóðslega væmin og asnaleg. Fannst hún nógu slæm í fyrsta skipti sem ég sá hana en neyddist svo til að sjá hana döbbaða á ítölsku og svo á frön...

Ég verð að vera sammála Helga Páli sem skrifaði hér áðan að Armageddon stóðst ekki undir mínum væntingum. Bæði handritið og leikurinn var hálf misheppnaður og sérstaklega var sögu...

Loftsteinahríð hrellir New York búa, geimskutla springur í loft upp, og ekki líður á löngu þar til stjörnuvísinda áhugamaður upplýsir NASA að hann hafi uppgötvað risa loftstein. Þan...

Ef þig langar að æla yfir yfirþyrmandi væmni þá skaltu horfa á þessa vitleysu hérna. Þetta er svona séramerísk mynd um einhverja aumingja sem að sjálfsögðu verða hetjur að lokum. Þ...

Armageddon er tvímælalaust ein af verstu kvikmyndum sögunnar og slær jafnvel út hina alræmdu Plan 9 from Outer Space eftir Ed Wood. Kemur þar einkum til nautheimskur söguþráður um nokkra au...

Hvað er eiginlega að? Fullt af fínum leikurum og margar milljónir dollara...og ekkert gerist. Risastór loftsteinn stefnir á jörðina og ráðamenn senda nokkra olíubormenn, hvern öðrum vitla...

Þessi mynd er ekki mjög eftirminnileg, já þetta er sama hugmyndin og í Deep Impact. Það stefnir risaloftsteinn á jörðina og hópur hugrakkra geimfara eru sendir til að eyða steininum. Þ...

★★★★☆

Armageddon er án efa heimskasta mynd sem ég hef séð. Hún er svo tilgerðarleg, léleg, leiðinleg og illa leikin að manni verður illt. Deep Impact var mun betri vegna þess að hún var tilfinn...

Flottar brellur en mjög takmarkað handrit. Er það bara ég eða er þessi mynd skuggalega lík Deep Impact? Leikararnir standa sig ágætlega og það má hlæja að nokkrum atriðum en yfir heild...

Framleiðendur

Touchstone PicturesUS
Jerry Bruckheimer FilmsUS
Valhalla Motion PicturesUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna; fyrir hljóð, hljóðbrellur, tæknibrellur og tónlist. Tilnefnd til japönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta erlenda mynd. Ben Affleck og Bruve Willis fengu favorite actor verðlaunin á Blockbuster verðlaunahátíðinni.