Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Armageddon 1998

Justwatch

Frumsýnd: 10. júlí 1998

Earth. It Was Fun While It Lasted.

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 42
/100
Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna; fyrir hljóð, hljóðbrellur, tæknibrellur og tónlist. Tilnefnd til japönsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta erlenda mynd. Ben Affleck og Bruve Willis fengu favorite actor verðlaunin á Blockbuster verðlaunahátíðinni.

Spennumynd um geimfara sem reyna að stöðva halastjörnu frá því að rekast á jörðina. Það er venjulegur dagur hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Nokkrir geimfarar eru úti í geimnum að gera við gervihnött, þegar, þeim algjörlega að óvörum, loftsteinadrífa lendir á geimskipinu sem þeir eru í og eyðileggur það. Loftsteinarnir nánast gjöreyða... Lesa meira

Spennumynd um geimfara sem reyna að stöðva halastjörnu frá því að rekast á jörðina. Það er venjulegur dagur hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA. Nokkrir geimfarar eru úti í geimnum að gera við gervihnött, þegar, þeim algjörlega að óvörum, loftsteinadrífa lendir á geimskipinu sem þeir eru í og eyðileggur það. Loftsteinarnir nánast gjöreyða síðan New York borg þegar þeir lenda á jörðinni. Í kjölfarið á þessu uppgötvar NASA að það er risa loftsteinn á stærð við Texasríki, á leið til Jarðar, og ef steinninn lendir á Jörðinni, þá mun hann eyða öllu lífi á jörðinni. Steinninn mun lenda á jörðinni eftir 18 daga. Til allrar óhamingju þá tekst NASA ekki að eyða loftsteininum. Þá ákveður bandaríski herinn að nota kjarnorkusprengju til að granda loftsteininum, og vísindamenn komast að því að nauðsynlegt sé að bora holu í loftsteininn og setja sprengjuna ofaní holuna, svo steinninn sprengist örugglega í þúsund mola. Eini maðurinn sem treystandi er til að framkvæma verkið er bormaður að nafni Harry Stamper, og hópur hans sem er mislit hjörð bormanna, og jarðfræðinga. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd, fínar tæknibrellur, en villan (villurnar) er mjög algengt í dag, plottið er ekki úthugsað, söguþráðurinn er úthugsaður að megni en hlutir eins og risavöxnu M-42 byssurnar á armadillo-tækjunum og Gatling byssan...pælingin kanski að ef borarnir allir bila þá skjóta sig í gegn.. Líka með að þegar Hershöfðinginn leikinn af David Keith segir að það væri hægt að skjóta öllum kjarorkuvopnum heimsins og það er ekki nóg. En annars vegar er þetta ágætt áhorfsefni, mjög skemmtilegir leikarar á borð við (Walter) Bruce Willis(son), Ben(jamin Geza) Affleck, Steve Buscemi, Michael Clarke Duncan og Owen (Cunningham)Wilson. (Ég er ekki armageddonfrík, ég er góður á nöfn.)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi kvikmynd er hreinlega undirmetin hjá flestum sem hafa hér skrifað um hana. Smástirni er að fara rekast á Jörðina og aðeins nokkrir menn hafa sénsinn í að bjarga reikistjörnunni. Top mynd í allar áttir með stórleikurum eins og Bruce Willis, Ben Affleck, Liv Tyler, Michael Clark Duncan, Will Patton, Steve Buscemi, William Fitchner, Keith David og Billy Bob Thornton. Söguþráður myndarinnar er alveg eins og úr myndinni Deep Impact sem kom út sama ár. Persónulega er þessi aðeins betri en hin er aðeins raunverulegri. Armageddon er skemmtileg fantasía sem er bara hreinlega undirmetin á öllum sviðum. Byrjunin lofaði góðu en sumir segja að myndin versnaði eftir það en reyndar fannst mér henni vera skána. Enn ég býst við að það fer eftir smekk. Það eina vonda við þessa mynd er að eftir fyrstu 90 mínúturnar verður myndin svolítið routin.(Smá Spoiler) VARÚÐ. Í einu atriði myndarinnar rétt eftir að geimskutlan sprakk í geimnum þá segja einhverjir tæknimenn were moving to Hubble Í því atriði getur maður séð Michael Bay leifstjórann fyrir aftan manninn halda á hefti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær!! Þetta er með betri myndum sem ég hef séð. Skemmtilegur söguþráður, ástir, örlög og hasar. Þessi mynd hefur allt. Minn dómur: Hrein snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef tekið eftir því að margir eru að tala um að hún sé svo óraunveruleg. Það skiptir ekki baun máli ef myndin er skemmtileg, sem hún er. Hin loftsteinamyndin, Deep Impact, er lélegri því að hún er hæg eins og gömul kerling.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er algjörlega vonlaus.. og viðbjóðslega væmin og asnaleg. Fannst hún nógu slæm í fyrsta skipti sem ég sá hana en neyddist svo til að sjá hana döbbaða á ítölsku og svo á frönsku í rútuferð milli Frakklands og Ítalíu!! Skelfing.. fær hálfa stjörnu fyrir það að manni stökk nú stundum bros yfir hallærislegheitunum...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.03.2022

Ambulance uppfyllti þarfir Bay

Á morgun verður nýjasta afurð stórmyndaleikstjórans Michael Bay frumsýnd, Ambulance með Jake Gyllenhaal og Abdul-Mateen II í hlutverki bræðra sem ræna sjúkrabíl. Bay, sem á að baki þekktar myndir eins og Transfo...

26.04.2021

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021

Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir sp...

20.04.2021

Óskarinn ekki sýndur á RÚV þetta árið

Óskarsverðlaunin verða ekki sýnd á dagskrá RÚV þetta árið. Þurfa þá margir áhorfendur/nátthrafnar hér á landi þurfa að leita sér annarra leiða til að fylgjast með herlegheitunum. Athöfnin fer fram í beinni útsending...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn