Fifty Shades of Grey – fyrsta stikla!

ffsdfMargir hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá fyrstu sýnishornin úr bíómyndinni sem búið er að gera upp úr erótísku bókinni Fifty Shades of Grey, en nú er þeirri bið lokið þar sem fyrsta stikla úr myndinni kom út í dag.

Lítið er þó um BDSM kynlíf og allt sem því tilheyrir í stiklunni, en við sjáum þó dularfullri hurð lokið upp, svipu smellt, augu hulin og hendur bundnar. Þá heyrum við Beyoncé flytja erótíska útgáfu af lagi sínu Crazy in Love yfir öllu saman.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan.

Þegar bókmenntafræðineminn Anastasia Steele, fer að taka viðtal við auðmanninn Christian Grey, sem greiða við herbergisfélaga sinn Kate Kavanagh, þá hittir hún fallegan, snjallan og dálítið ógnandi mann. Hin saklausa og barnalega Ana fer að átta sig á að hún dregst að honum, þrátt fyrir torrætt yfirbragð hans og heilræði, þá þráir hún að vera nálægt honum. Christian Grey stenst ekki fegurð Ana og frjálsan huga hennar, og hann viðurkennir að hann þráir hana á móti, en á eigin forsendum. Ana hikar þegar hún kemst að því hvað Grey á við – en þrátt fyrir gríðarlega velgengni hans, stórfyrirtækið sem hann rekur í mörgum löndum og ástkæra fjölskyldu – þá er Grey yfirmáta stjórnsamur. Eftir því sem samband þeirra þróast þá fer Ana að uppgötva leyndarmál Grey og á sama tíma fer hún að skoða sínar eigin þrár og langanir.

Myndin verður frumsýnd á Valentínusardaginn í Bandaríkjunum, þann 14. febrúar nk.