Fimm fréttir: 4 Avatar bækur á leiðinni

Avatar-007Eins og sagt hefur verið frá áður þá er von á þremur nýjum Avatar myndum. James Cameron ætlar ekki að láta þar við sitja heldur hefur ráðið rithöfundinn Steven Charles Gould til að skrifa fjórar sjálfstæðar Avatar bækur, sem byggðar verða á myndunum.

Trainspotting leikstjórinn Danny Boyle mun leikstýra prufuþætti af gaman-drama sjónvarpsþættinum Babylon fyrir ensku sjónvarpsstöðina Channel 4. Þættirnir eiga að gerast í heimi lögreglumanna nútímans. Sería verður gerð ef þátturinn heppnast vel.

Wyatt Russell, sonur Kurt Russell og Goldie Hawn, mun leika með Channing Tatum og Jonah Hill í myndinni 22 Jump Street, framhaldi 21 Jump Street. Þetta er stórt stökk fram á við fyrir Russell, sem leikur ísknattleik í neðri deildum í USA.

Rosanna Arquette og bankamaðurinn Todd Morgan eru búin að gifta sig. Athöfnin var haldin í Malibu. Hjónin Barbra Streisand og James Brolin voru á meðal gesta. Þetta er fjórða hjónaband Arquette.  Næsta mynd Arquette er Girls og Ray Donovan.

NBC sjónvarpsstöðin ætlar að gera gamanþáttaseríu upp úr hinni sígildu bíómynd Reality Bites eftir Ben Stiller, en Stiller verður meðal framleiðenda. Þættirnir eiga að fjalla um líf hinnar nýútskrifuðu Lelaina Pierce og vina hennar á tíunda áratug síðustu aldar.