Flott Skyfall lest vígð í Bretlandi

Metsölumyndin Skyfall, nýjasta James Bond myndin, heldur áfram að vekja athygli, og nú hefur myndin fengið járnbrautarlest nefnda eftir sér.

Á opinberri heimasíðu Skyfall er birt frétt þess efnis að ný Skyfall lest sé nú farin að ganga á austurströnd Englands, á leiðinni frá London til Edinborgar í Skotlandi.

Vígsluathöfn vegna þessa fór fram á King´s Cross 007 járnbrautarstöðinni í London um síðustu helgi.

Samkvæmt fréttinni á heimasíðunni þá er upprunalegt númer lestarinnar 91007 sem skýrir afhverju þessi lest var valin.

Allir vagnar lestarinnar eru nú þaktir í Skyfall myndum.

Til að fylgja lestinni úr hlaði voru framleiðendur myndarinnar þau Michael G. Wilson og Barbara Broccoli mætt til að fara í jómfrúarferð lestarinnar, sem og leikkonan Naomie Harris, sem lék Eve Moneypenny ( og sést á meðfylgjandi mynd ), og handritshöfundarnir Neal Purvis og Robert Wade sömleiðis.

Sjáðu myndina af lestinni hér að neðan:

Og hér er myndband sem einn viðstaddra tók af herlegheitunum:

 

Stikk: