Flugfélag Nýja Sjálands flýgur með þig til Miðgarðs

Nýtt öryggismyndband flugfélags Nýja Sjálands er fremur óvenjulegt. Myndbandið fer frumlegar leiðir og fær m.a. til sín nokkra úr leikarahóp Hobbitans og Hringadróttinssögu, þar á meðal Elijah Wood, til þess að leika í myndbandinu.

AirNZ_planewrap64-620x413

Eins og flestir vita þá hafa báðir þríleikir Peter Jacksons um sögur J.R.R Tolkien verið myndaðir á Nýja Sjálandi. Ferðamálaráð Nýja-Sjálands hefur ákveðið að nýta sér myndirnar til að markaðssetja landið sem Hringadróttinssögu-landið. Nýja-Sjáland verður þannig auglýst sem Miðgarður og höfuðborgin Wellington sem miðpunktur ævintýraheimsins Tolkiens.

Í þesssu stórskemmtilega öryggismyndbandi, sem má sjá hér að neðan, segir leikstjórinn Peter Jackson m.a. farþegum að slökkva þurfi á öllum raftækjum. Elijah Wood fer einnig með stórt hlutverk í myndbandinu og leikur m.a. barn og biður svo ferðamenn velkomna til Miðgars í lok myndbandsins.