Vinsældir Beetlejuice 1 komu Burton á óvart

Það eru ekki margar kvikmyndir sem drepa aðalpersónurnar á fyrstu átta mínútunum. En það er einmitt það sem leikstjórinn Tim Burton gerði í fyrstu Beetlejuice kvikmyndinni þegar hann lætur Adam og Barbara Maitland, sem leikin eru af Alec Baldwin og Geena Davis, fljúga útaf brú og ofaní á í svefnbænum sem þau búa í í Connecticut.

Beetlejuice (1988)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn7/10

Beetlejuice er gamansöm draugasaga og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju. ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun.

En það er margt annað í Beetlejuce sem er ólíkt öðrum kvikmyndum, eins og sagan um draugapar sem ræður „líf-særingarlækni“ – hinn djöfullega draug Betelgeuse, leikinn af Michael Keaton – til að reka nýja fjölskyldu útaf heimili þeirra.

Þetta í raun öfug draugasaga, þar sem þeir lifandi hrella hina dauðu

Og til að kalla Betelgeuse fram þarf einungis að segja nafn hans þrisvar sinnum upphátt.

Beetlejuice Beetlejuice er sú nýjasta í einskonar arfleifðar-framhaldskvikmyndum (e. Legacy sequel), framhaldi stórsmella frá því í gamla daga. Aðrar í þeim flokki eru t.d. Blade Runner 2049, Top Gun: Maverick og Twisters.

Snúa aftur

Í þessu framhaldi snúa mæðgurnar Delia og Lydia Deets, leiknar af Catherine O’Hara og Winona Ryder, aftur í draugahúsið í Connecticut, eftir hryllilegan dauðdaga föðursins Charles í flug – hjartaáfalls – hákarlaárás.

Unglingsdóttir Lydiu, Astrid, sem Jenna Ortega leikur, kynnist viðkunnalegum strák sem Arthur Conti leikur.

Beetlejuice Beetlejuice (2024)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 76%

Eftir óvæntan fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim til Winton River. Líf Lydiu, sem enn er ásótt af Beetlejuice, fer allt á hvolf þegar uppreisnargjörn unglingsdóttirin Astrid finnur dularfullt módel af bænum á háaloftinu og gáttin inn í ...

Í handanheimum er hefnigjörn fyrrum eiginkona Betelgeuse leikin af Monica Bellucci að hrella hann og Willem Dafoe leikur dauðan lögreglustjóra sem er á hælum hennar.

Tim Burton leikstjóri bæði gömlu og nýju myndarinnar segist ekki hafa gert framhaldið vegna peninganna. Hann segir í samtali við tímaritið Variety að hann hafi ekki einu sinni horft á fyrstu myndina í undirbúningum.

„Ég ætlaði ekki að gera eittvað risa framhald fyrir peningana eða eitthvað slíkt, ég vildi gera myndina af mjög persónulegum ástæðum,“ sagði Burton. „Eins og ég sagði, þá horfði ég ekki á fyrstu myndina í aðdraganda þessarar. Ég man andann í henni.“

Um fyrstu myndina segist Burton aldrei hafa skilið afhverju hún sló í gegn, eins og Deadline greinir frá.
„Síðustu ár hefur kvikmyndaheimurinn valdið mér vonbrigðum,“ segir Burton. „Ég týndi sjálfum mér aðeins, þannig að þessi kvikmynd kveikti aftur í mér. Að gera aftur það sem ég elska, og eins og ég elska að gera það, með fólkinu sem ég vil vinna með. Það er eina leiðin fyrir mig til að ná árangri. Ég verð að elska að gera það.“

Verður 100 ára

Samkvæmt Deadline er ólíklegt að Burton leikstýri Beetlejuice 3, enda líða áratugir á milli myndanna. „Þetta er bara reikningsdæmi,“ sagði Burton. „Það tók mig 35 ár að gera þessa. Ef ég ætti að gera aðra yrði ég 100 ára þegar hún yrði frumsýnd. Það verður kannski hægt vegna framfara í læknavísindum. En ég held ekki.“

Beetlejuice Beetlejuice verður frumsýnd á Íslandi þann sjötta september næstkomandi.