Frumsýning: G.I. Joe: Retaliation 3D

Myndmark frumsýnir á föstudaginn 5. apríl kvikmyndina G.I. Joe: Retaliation 3D, með Bruce Willis, Dwayne Johnson og Channing Tatum í Laugarásbíói, Smárabíói, Sam-Álfabakka, Sam-Egilshöll og Borgarbíó Akureyri.

Í G.I. Joe: Retaliation 3D lenda liðsmenn G.I. Joe sérsveitarinnar í átökum við Zartan, Storm Shadow og Firefly, sem þjóna öll Cobra-leiðtoganum.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Zartan (sem síðast sást í dulargervi sem forseti Bandaríkjanna) ráðskast með ríkisstjórn Bandaríkjanna og ásakar sérsveitarmenn G.I. Joe um að vera svikarar. Í framhaldinu útrýmir Zartan flestum G.I. Joe-liðum, og það komast ekki nema fáeinir þeirra af. Zartan og Cobra-leiðtoginn hafa nú alla þjóðarleiðtoga heimsins undir sinni stjórn og hyggja á heimsyfirráð, en það er nokkuð sem G.I. Joe sérsveitin verður bersýnilega að koma í veg fyrir.

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Myndirnar um G.I. Joe-sveitina eru byggðar á samnefndum leikföngum frá Hasbro-leikfangafyrirtækinu en leikföngin eru einnig þekkt undir heitinu Action-menn.

• Skammstöfunin G.I. er dregin af „galvanized iron“ og hefur allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar verið notuð sem samheiti yfir bandaríska hermenn, hvort sem þeir tilheyra flugher, landher, sjóher eða öðrum deildum bandaríska hersins.

Aldurstakmark: 12 ára
Lengd : 110 mín