Frumsýning: Pacific Rim

Sambíóin frumsýna nú á miðvikudaginn 17. júlí nýjustu stórmynd leikstjórans Guillermo Del Toro, Pacific Rim í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Háskólabíói, Ísafjarðarbíói og Bíóhöllinni Akranesi.

pacific-rim1

„Pacific Rim er nýjasta stórmynd Guillermo Del Toro en óhætt er að segja að tæknibrellurnar séu eins og best verður á kosið enda vilja sumir gagnrýnendur meina að Pacific Rim sé sumarsmellurinn í ár,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Myndin verður sýnd bæði í 2D og 3D.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Nýjasta mynd Guillermos Del Toro er magnað sjónarspil og ævintýri sem segir frá baráttu manna við risastór skrímsli úr iðrum jarðar.

plakat prÞegar fyrsta skrímslið reis úr sæ og lagði San Francisco í rúst vissi enginn hvað var að gerast. Brátt tóku fjölmörg slík skrímsli að herja á borgir manna og ljóst varð að tilgangur þeirra var að taka yfir allar orkubirgðir jarðarinnar og útrýma mannfólkinu um leið.

Til að berjast við þessa hrikalegu ógn var svokallaðri Jaegeráætlun hrundið í framkvæmd, en hún snerist um smíði risastórra vélmenna sem áttu að geta barist við skrímslin og haft sigur. Í fyrstu virtist áælunin ætla að ganga upp en síðan seig allt á ógæfuhliðina á nýjan leik.

Nú er svo komið að stríðið við skrímslin er nánast tapað og þeir sem berjast fyrir hönd manna eiga aðeins eitt úrræði eftir …

Aðalhlutverk: Charlie Hunnam, Idris Elba, Charlie Day, Ron Perlman, Rinko Kikuchi og Clifton Collins Jr.

Leikstjórn: Guillermo Del Toro

Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Háskólabíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 12 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Heimasíða myndarinnar, http://www.pacificrimmovie.com, er frábærlega vel gerð, en þar er m.a. hægt að hanna sín eigin Jaeger-vélmenni og veggspjöld, skoða algjörlega mögnuð sýnishorn úr myndinni og margt fleira.

• Tónlistin í myndinni er eftir Ramin Djawadi sem samdi m.a. tónlistina fyrir Iron Man, Clash of the Titans, Safe House og hina vinsælu þætti, Game of Thrones. Stjórnandi kvikmyndatökunnar er hins vegar Guillermo Navarro sem hefur unnið mikið með Quentin Tarantino, Robert Rodriguez og Guillermo Del Toro í gegnum árin og hlaut m.a. Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndatökuna í Pan’s Labyrinth.