Myndform frumsýnir spennumyndina Snitch, með Dwayne Johnson, föstudaginn 22. mars í Laugarásbíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri.
Í tilkynningu frá Myndformi segir að hér sé Dwayne „Kletturinn“ Johnson mættur til leiks í hörkuspennandi kvikmynd um föður sem er staðráðinn í að bjarga táningssyni sínum, en hann hefur verið ranglega ákærður fyrir fíkniefnasölu og á yfir höfði sér að minnsta kosti tíu ár í fangelsi. Faðir unglingspiltsins semur við ríkissaksóknara Bandaríkjanna um að lauma sér inn í eiturlyfjahringinn og starfa sem leynilegur uppljóstrari í von um að hreinsa mannorð sonar síns.
Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:
Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Susan Sarandon, Jon Bernthal, Benjamin Bratt, Harold Perrineau og Barry Pepper
Leikstjórn: Ric Roman Waugh
Bíó: Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Aldurstakmark: 12 ára
Lengd: 112 mín
Fróðleiksmolar til gamans:
Leikstjóri og handritshöfundur Snitch, Ric Roman Waugh, þykir snillingur í gerð áhættuatriða enda starfaði hann um árabil sem áhættuleikari og leikstjóri áhættuatriða áður en hann sneri sér að leikstjórn og eigin handritsgerð.
Dwayne Johnson var þekktur fótboltamaður og síðar glímukappi í Bandaríkjunum áður en hann steig sín fyrstu skref sem kvikmyndaleikari. Það var árið 2001.