Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan:

Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru víða þekkt fyrir hæfileika sína að elta uppi nornir og útrýma þeim. Bæjarstjóri þorpsins Augsburg ræður þau til þess að hafa uppi á vondri seiðkonu (Janssen) sem hefur rænt börnum þorpsbúa og ætlar að fórna þeim á nornasamkomu eftir tvo daga. Til að gera illt verra hefur fógeti bæjarins (Stormare) tekið völdin í Augsburg og stendur fyrir sínum eigin nornaveiðum, og hann gerir engan greinarmun á milli þeirra sem eru nornir eða ekki.

Aðalhlutverk: Jeremy Renner, Gemma Arterton, Peter Stormare, Famke Janssen, Zoe Bell, Thomas Mann og Ingrid Bolsø Berdal.
Leikstjórn: Tommy Wirkola
Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíó, Akureyri

Frumsýning: Hansel & Gretel: Witch Hunters

Myndform frumsýnir spennumyndina Hansel & Gretel: Witch Hunters á föstudaginn næsta, þann 8. febrúar, í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér að neðan:

Fimmtán ár eru liðin frá því að Hans (Renner) og Gréta (Arterton) voru fangar nornarinnar í piparkökuhúsinu. Nú eru þau orðin sérfræðingar í nornaveiðum, og eru víða þekkt fyrir hæfileika sína að elta uppi nornir og útrýma þeim. Bæjarstjóri þorpsins Augsburg ræður þau til þess að hafa uppi á vondri seiðkonu (Janssen) sem hefur rænt börnum þorpsbúa og ætlar að fórna þeim á nornasamkomu eftir tvo daga. Til að gera illt verra hefur fógeti bæjarins (Stormare) tekið völdin í Augsburg og stendur fyrir sínum eigin nornaveiðum, og hann gerir engan greinarmun á milli þeirra sem eru nornir eða ekki.

Aðalhlutverk: Jeremy Renner, Gemma Arterton, Peter Stormare, Famke Janssen, Zoe Bell, Thomas Mann og Ingrid Bolsø Berdal.
Leikstjórn: Tommy Wirkola
Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíó, Akureyri