Fyrsta stiklan úr Nymphomaniac

nymphoFyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd danska leikstjórans Lars Von Trier, Nymphomaniac, sem útleggst á íslensku; Sjúklega vergjörn kona.

Stiklan er eins og við er að búast, full af kynlífsatriðum og nekt, en við höfum áður birt stutt atriði úr myndinni hér á kvikmyndir.is.

Í helstu hlutverkum í myndinni eru Charlotte Gainsbourg, sem leikur hina vergjörnu aðalpersónu, Shia LaBeouf, Uma Thurman, Willem Dafoe, Jamie Bell, Stellan Skarsgard, Stacy Martin, Christian Slater og Udo Kier.

Myndin verður frumsýnd snemma á næsta ári, 2014.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: