Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Win a Date with Tad Hamilton!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær skemmtun fyrir alla sem hafa gaman af rómantík, húmor, öfund og vináttu. Myndir fjallar um Rosu sem býr í litlum bæ og vinnur í matvöruverslun ásamt tveimur vinum sínum. Eitt af aðal áhugamálum þeirra er að fara í bíó og er þá einn leikari í miklu uppáhaldi hjá stelpunum; Tad Hamilton, en strákurinn í hópnum er ekki mjög hrifin af leikaranum en elskar þó Rósu af öllu hjarta en hefur þó ekki kjarkin að segja henni það. Allt fer í vaskinn frá sjónarmiði stráksins þegar Rósa vinnur í leiknum Vin a Date with Tad Hamilton þar sem Rósa nær að heilla Tad, þannig að það myndast stríð milli Tads og besta vins Rósu. Leikarar í myndinni eru Josh Duhamel; sem er þekktastur fyrir að leika í Las Vegas þáttunum, Kate Bosworth; kærasta orlando Bloom og Topher grace; That 70´s Show strákurinn. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei