Náðu í appið
Gagnrýni eftir:Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Núna er komið að stóru stundinni, tjaldið rís upp og ég ætla loksins að fara að skrifa um eina af mestu upplifunum bíóferils míns. Ég ætlaði að skrifa um þessa mynd um leið og ég var búin að sjá hana út í Bandaríkjunum, en hætti síðan við. Ég hélt að ég hefði bara verið svo hissa að sjá svona ótrúlega leikstjórn, frábæran söng, æðislega leikara og frábæra búninga að ég hefði ýkt þetta allt með ýmindunaraflinu. Sá hana aftur, ætlaði að skrifa um hana en hætti við aftur. Þetta gat bara ekki verið statt, ég var að sjá myndina í annað skiptið og samt komu hlutir mér á óvart. Krafturinn í myndinni (varð enn agndofa yfir Roxanne atriðinu), kvikmyndatakan gerir mann ringlaðan, hin kolbrjálaða klipping á myndinni sem lætur mann finnast eins og maður sé á miðju dansgólfinu með can-can stelpunum og gröðu aðalsmönnunum sem fá stuðning frá stórkostlegri leikmynd. Ég var svo gjörsamlega orðlaus yfir snilldinni að ég ákvað að geyma að skrifa um myndina þar til að ég væri búin að sjá hana á Íslandi, þá í þriðja sinn. Núna var ég alveg viss um að þessi hrifning myndi eitthvað dofna, sérstaklega því að ég var búin að hlakka svo mikið til að sjá hana að ég hlyti að verða fyrir einhverjum vonbrigðum. Svo varð sko aldeilis ekki. Enn komu hlutir mér á óvart og ég skynjaði myndina frá allt öðru sjónarhorni þegar ég gat einbeitt mér að öllum smáatriðunum í henni (sérstaklega í leikmyndinni). Og nú þegar ég er búin að sjá þessa mynd í þriðja sinn sest ég loksins niður og skrifa gagnrýni, eða lofsöng (hvað sem þið viljið kalla það). Allir leikararnir standa sig með stakri prýði en ég verð að segja að Richard Roxburgh (The Duke) er yndislegasta persónan í myndinni (þó ekki svo langt á undan Svefnsjúka Argentínumanninum). Það var gjörsamleg snilld að setja hann inn í þetta hlutverk því hann lifir sig svo rosalega inn í hlutverkið að ég á aldrei eftir að horfa eins á manninn. Svona til að ljúka þessum lofsöng get ég ekki sleppt því að minnast á tónlistina. Satt er að Nicole Kidman er mjög góð sönkona en Ewan McGregor stelur senunni aleinn, þvílík rödd sem maðurinn hefur. Án þess að orðalengja þetta eitthvað frekar þá get ég með sanni sagt að Baz Luhrman er orðinn hetja í mínum augum fyrir að geta komið þessari sögu svona ótrúlega frá sér og ég bíð spennt eftir næstu mynd. Takk fyrir mig (tjöldin falla)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hurlyburly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get nú ekki sagt að þessi mynd hafi verið það besta sem fyrir mig hefur komið, en sniðug var hún þó! Hún er tveggja tíma hugleiðing um lífið í dag í smáatirðum. Vandamálið er að hún kemur sér aldrei alminnilega af stað og hún verður svolítið langdregin, plús að Sean Penn á það til að ofleika smá á köflum)og handritið, ekki textinn heldur það sem gerist með textanum, er stundum alveg handónýtt. Annars er hún mjög fyndið skot á lífið í dag en ég vara fólk við að þessu húmor er ekki endilega fyrir alla. Þetta er eitthvað sem ég kalla heimspekilegur húmor og maður verður að horfa oftar en einu sinni á hana til að ná góðum tökum á öllum þeim viskupunktum sem hent er í mann. Það er hægt að skemmta sér alveg ágætlega yfir þessari mynd í tvo tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The End of the Affair
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búin að horfa á þessa mynd einu sinni, þá í bíó, og fannst hún þá ekkert sérstök. Ákvað svo að taka hana á videó eitt kvöldið og gefa henni annan séns. Sá séns bjargaði öllu. Það er miklu skemmtilegra að sjá hana í annað skiptið heldur en það fyrsta. Þú hefur miklu betri yfirsýn yfir alla hluti sem að gerast og það er mjög mikilvægt fyrir söguna. Sagan sjálf verður stundum galli í myndinni, en það gerist ekki mjög oft. Aftur á móti er frásögnin algjör snilld. Neil Jordan tekts að gera fullkomna blöndu af fortíð, nútíð og framtíð. Frásögnin aðstoðar handritið á mörgum stöðum í myndinni og gerir hana að miklu betri mynd. Ralph Fiennes er alltaf mjög góður í hlutverki hins tilfinningabælda manns (sjá t. d. The English Patient) og stendur sig mjög vel. Á eftir honum koma Julianne Moore og Stephen Rea með mjög örruggan leik og ekki er mikið um galla hjá þeim. Yfirhöfuð er þetta góð mynd með mjög sterkan boðskap sem að kemur ekki fram fyrr en í síðari hluta myndarinnar. Sá boðskapur, frásögnin og Ralph Fiennes eru bjargvættar myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei