Ghostbusters – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr nýju Ghostbusters myndinni eftir Paul Feig, kom út í dag, en í myndinni fara kvenmenn með öll aðalhlutverkin sem áður voru í höndum karla. Melissa McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon og Leslie Jones leika helstu hlutverk, ásamt Chris Hemsworth.

Á blaðamannafundi í gær sagði Feig að hann hefði ákveðið að fá þær Melissa McCarthy, Kristen Wiig, Kate McKinnon og Leslie Jones í endurræsinguna á seríunni, þar sem hann vildi fá fyndnasta fólkið í myndina, og „þessar konur eru fyndnasta fólkið sem ég þekki.“

darugar 3

Eins og fram kemur í stiklunni þá þarf þetta nýja draugabanateymi að bjarga heiminum undan draugaplágu, draugarnir bæði æla slími á fólk og taka sér bólfestu í því.

draug5 draugar 2 draugar 4 draugur

Myndin kemur í bíó 22. júlí nk.