Gibson orðaður við Expendables 3

Mel Gibson er sagður eiga í viðræðum um að leika í Expendables 3.

gibson

Samkvæmt  vefsíðunni Showbiz 411.com  er Gibson, sem eitt sinn kom til greina sem leikstjóri Expendables-myndar, nálægt því að hreppa hlutverk aðal illmennisins.

Wesley Snipes, Nicolas Cage, Jackie Chan og Milla Jovovich hafa þegar samþykkt að leika í hasarmyndinni, sem Patrick Hughes mun leikstýra. Handritið skrifar Sylvester Stallone.

Expendables 3 er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári.

Gibson sést næst á hvíta tjaldinu í hlutverki vopnasala í Machete Kills.