Gleymd Eddie Murphy mynd á leiðinni

Kvikmyndin A Thousand Words, sem Eddie Murphy lék aðalhlutverkið í árið 2008, verður loksins sett í dreifingu í mars 2012. Myndin fjallar um mann sem uppgötvar það að hann á bara 1000 orð eftir ósögð þangað til hann deyr. Leikstjóri myndarinnar var Brian Robbins, sem gerði m.a. Norbit og Meet Dave. Kvikmyndin hefur ekki góðann stimpil á bakinu, en orðrómur frá prufusýningum var vægast sagt slæmur, og hefur hún safnað riki uppi í hillu í þrjú ár. Nú hafa framleiðendurnir greinilega fundið tækifæri til að losna við myndina úr geymslunni.

Ástæða nýju dagsetningarinnar er líklega að Murphy mun verða mikið í sviðsljósinu á þessum tíma, en hann hefur verið valinn kynnir á næstu óskarsverðlaunahátið. Það má jafnvel tala um kombakk hjá kalli, en í nóvember kemur út myndin Tower Heist, með Murphy og Ben Stiller í aðalhlutverkum, og gæti orðið fyrsta leikna mynd Murphy síðan Dreamgirls kom út sem einhver nennir að sjá.

Paramount fær prik fyrir viðleitni að reyna að nýta sér fría athygli í kring um óskarinn, en ætli það muni eitthvað raunverulega hjálpa myndinni? Ég efast um að margir muni bíða í röðum. Þó verður að viðurkennast að myndin ætti væntnanlega að sýna Murphy reyna eitthvað nýtt, hann er ekki þekktur fyrir að tala lítið í myndum sínum, og hugmyndin er allavega frumleg. Svo hver veit…