Glímir við ill öfl

Eric Bana fer með aðalhlutverkið í nýrri hrollvekju, sem ber heitið Deliver Us From Evil. Hrollvekjan er leikstýrð af Scott Derrickson, sem gerði síðast myndina Sinister.

Deliver Us From Evil fjallar um lögreglumanninn Ralph Sarchie (Bana) sem glímir við ill öfl. Sarchie trúir ekki á hið yfirnáttúrlega, en þegar hann byrjar að rannsaka dularfull mál sem eiga sér engar útskýringar en þær að djöfullinn sé að verki þá fær hann prest með sér í lið til þess að hjálpa sér við að fá svör við hlutum sem hann hefur ekki skilning á.

DELIVER-US-FROM-EVIL

Hér fyrir neðan má sjá nýja stiklu úr myndinni og byrjar hún eftir hryllingsmyndabókinni, en þegar líða fer á er ein sena tekin fyrir og stendur hún svo sannarlega fyrir sínu.

Deliver Us From Evil verður frumsýnd vestanhafs þann 2. júlí.