Goldblum er gullskreyttur Grandmaster í Thor: Ragnarok

Fyrr í vikunni birti tímaritið Entertainment Weekly fjölda mynda úr nýju Thor myndinni, Thor: Ragnarok, þar á meðal fyrstu myndina af Jeff Goldblum í hlutverki sínu sem The Grandmaster og mynd af Tom Hiddleston í hlutverki Loka.

Ennfremur birti tímaritið myndir af Thor (Chris Hemsworth), Hela (Cate Blanchett) og Valkyrie (Tessa Thompson). Myndin kemur í bíó 3. nóvember nk.

The Grandmaster er ansi skrautlega klæddur á ljósmyndinni, og með blátt strik málað á hökuna, en Thor er stuttklipptur í brynju.

Tökur á kvikmyndinni fóru að mestu fram í Ástralíu, en einhver atriði voru tekin í New York borg.

Leikstjóri myndarinnar er Taika Waiti, en handrit gerði Eric Pearson.

Aðrir helstu leikarar eru Idris Elba sem Heimdallur og Karl Urban sem Skurge, auk þess sem Benedict Cumberbatch mætir til leiks sem Doctor Strange.

Kíktu á nokkrar myndanna hér fyrir neðan: