Thor: Ragnarok tekin í júní í Ástralíu

Ástralski leikarinn Chris Hemsworth getur byrjað að láta sig hlakka til að dvelja í heimahögunum á næsta ári, en í gær var tilkynnt að tökur á Thor: Ragnarok myndu hefjast í júní á næsta ári í Ástralíu. Hemsworth leikur titilhlutverkið, Thor sjálfan.

thor

Undirbúningur að tökum mun hefjast í Queensland í janúar nk.

Louis D’Esposito, yfirmaður hjá Marvel Studios sagði: „Queensland býður upp á frábært umhverfi fyrir Thor: Ragnarok og við erum mjög spennt að taka myndina upp þar. Marvel Studios eru þakklát yfirvöldum í Queensland fyrir að hjálpa til við að gera þetta að veruleika.“

Thor: Ragnarok verður lokamyndin í Thor þríleiknum, og tekur upp þráðinn þegar Loki settist í hásæti Óðins í síðustu mynd, Thor: The Dark World.

Thor: Ragnarok verður frumsýnd 3. nóvember 2017.