Fyrsta Avengers: Infinity War ljósmynd af tökustað

avengers

Enn er þónokkuð í að við fáum að sjá næstu Avengers mynd, Avengers: Infinity War, en tökur ofurhetjumyndarinnar hefjast í nóvember nk.

Leikstjórar verða Russo bræðurnir, sem leikstýrðu einnig Captain America: The Winter Soldier og Captain America: Civil War, með góðum árangri.

Í dag settu þeir fyrstu ljósmyndina á Facebook síðu sína, af tökustað myndarinnar.

Kíktu á hana hér fyrir neðan. Myndatextinn er Æfing, eða Rehearsal:

Á myndinni sjáum við leikarann Josh Brolin, sem mætir aftur til leiks í hlutverki Thanos, íklæddan fjólubláum hreyfi-töku búningi ( mo-cap suit ), en svo virðist sem leikarinn sé að spjalla við leikstjórana um leik sinn í búningnum.

Þó að í sjálfu sér sé ekki mikið að sjá í þessari fyrstu mynd, þá má, samkvæmt GamesRadar vefsíðunni, eiga von á góðu fréttaflæði frá þeim bræðrum, enda eru þeir vanir að vera duglegir að birta allskonar efni á tökutíma mynda sinna.

Von er á myndinni í bíó 27. apríl 2018.