MI 6 teymið pakkar saman í Nýja Sjálandi

Leikstjórinn Christopher McQuarrie og Mission: Impossible 6 leikhópurinn hans hafa gert víðreist síðustu vikur og mánuði, við tökur á nýjustu Mission Impossible myndinni, þeirri sjöttu í röðinni.

Í tilefni af því að tökum lauk á Nýja Sjálandi á dögunum, þá setti aðalstjarna myndarinnar og framleiðandi, Tom Cruise, mynd á Twitter af sér í hlutverki Ethan Hunt, og Mission Impossible teyminu.

Við myndina skrifaið hann: „Frábæra fólk í Nýja Sjálandi, takk fyrir! Ég hef notið hverrar mínútu við að taka upp næstu Mission Impossible hér.“

Með honum á myndinni eru gamalreyndir Mission Impossible félagar, Simon Pegg í hlutverki Benji Dunn og Ving Rhames í hlutverki Luther Stickell. Þá er á myndinni Rebecca Ferguson í hlutverki Isla Faust, en hún lék í síðustu mynd, Rogue Nation, og snýr nú aftur.

McQuirre skrifar handritið á ný, en þorparinn Solomon Lane er sagður snúa ftur í túlkun Sean Harris. Þá koma við sögu Julia, sem Michelle Moghan leikur, og Alan Hunley, sem Alec Baldwin leikur, auk nýliðanna Henry Cavill, Angela Bassett og Vanessa Kirby.

Myndin kemur í bíó 27. júlí á næsta ári.