Fyrsta mynd úr Bourne 5

Tökur á fimmtu Bourne myndinni hófust í dag á Tenerife á Spáni, og til að fagna því setti framleiðandi myndarinnar, Frank Marshall, fyrstu ljósmyndina af Matt Damon í hlutverki sínu í myndinni á Twitter. 

matt damonEins og sést á myndinni er Damon að afvefja hnúa sína, mögulega eftir hörkuslag við einhvern óþokka myndarinnar, hugsanlega aðal óþokkann, sem Vincent Cassel leikur, og við sögðum frá hér á dögunum.

Auk Damon og Cassel þá eru þau Alicia Vikander og Tommy Lee Jones í stórum hlutverkum.

Paul Greengrass snýr aftur sem leikstjóri, en hann og Damon sátu hjá við gerð fjórðu Bourne myndarinnar, The Bourne Legacy. 

Myndin kemur í bíó 29. júlí, 2016.