Með velgengni endurgerðra kvikmynda sem gerðar eru eftir sögum hrollvekjumeistarans Stephen King, nú síðast It, þá hafa menn farið að líta í kringum sig eftir öðrum myndum hans sem hægt er að dusta rykið af og endurgera.
Framleiðslufyrirtækið Paramount Pictures hefur þannig komið einni slíkri endurgerð í gang, en það er hin rómaða Pet Sematary, eða Gæludýragrafreiturinn.
Verkefnið hefur nú tekið risastökk fram á við með ráðningu leikstjóra, þeirra Kevin Kolsch og Dennis Widmyer. Handrit skrifa Matt Greenberg og David Kajganich.
Ekkert hefur verið látið uppi um frumsýningardag, en líklega vilja menn koma myndinni sem fyrst í bíó á meðan King er jafn funheitur og hann er í dag.
Söguþráður upprunalegu myndarinnar er eitthvað á þessa leið:
Creeds fjölskyldan er nýflutt í nýtt hús í sveitinni. Húsið er frábært, fyrir utan tvo hluti: bílaumferð í nágrenninu og dularfullan kirkjugarð í skóginum bakvið húsið. Nágrannar þeirra eru hikandi í tali varðandi kirkjugarðinn, og þau hafa líka góða ástæðu til þess að segja ekki of mikið …. ..