Grave Encounters (2011)

Föstudags umfjöllunin er á sínum stað eins og vanalega. Í þetta skiptið tek ég found footage myndina Grave Encounters frá árinu 2011. Þetta er að mínu mati lítið þekkt mynd, að minnsta kosti minna þekkt mynd en hún ætti að vera. Paranormal Activity á auðvitað found footage markaðinn fyrir almenningi, en það eru margar góðar myndir þarna úti og jafnvel betri.

                                              Grave Encounters

Myndin fjallar í stuttu máli um hóp fólks sem vinnur að sjónvarpsþáttum. Þættirnir snúast um að ná draugalátum í allskyns umhverfi, og á myndin Grave Encounters að vera kvikmynd klippt saman út frá efninu sem hópurinn tók upp fyrir einn sjónvarpsþátt. Þau létu loka sig inni í geðveikrahæli yfir nótt til að ná efni, og fékk hópurinn meira en hann óskaði eftir.

GE

Söguþráður myndarinnar er athyglisverður og heldur manni við skjáinn. Hann er ekki trúverðugur ef ég á að fara eitthvað út í það, en konseptið til að byrja með er það og maður er með það í huga út myndina þrátt fyrir öðruvísi þróun. Staðsetningin er örugglega skemmtilegasta klisjan af þeim öllum – fyrrum geðveikrahæli. Byggingin virkar þó í þessari mynd. Myndin er dimm og það er drungalegur andi settur upp með lýsingunni. Fílingur myndarinnar sem kemur frá kameruljósunum er mjög góður, og býr til góðan part af found footage klístrinu sem er út alla myndina. Sean Rogerson sem Lance Preston er mjög góður, og karakter þróunin er frábær. Hann fer úr svala gaurnum í það að borða rottu, mjög skemmtilegt allt saman. Myndinni er leikstýrt af The Vicious Brothers (Colin Minihan & Stuart Ortiz) og sinna þeir sínu starfi mjög vel. Upptakan er svo auðvitað aðal partur myndarinnar. Kamerur hér og þar í byggingunni gefa frá sér stöðug skot sem er klippt inn í af og til út myndina, til að sýna tómu gangana og fleira spúkí stöff. Myndin er þó klippt eins og kvikmynd, sem er leiðinlegt. Að mínu mati þá virkar shoot to edit best fyrir found footage myndir, ekki hin tæknin þar sem það lítur út fyrir að einhver hafi tekið allt efnið saman og klippt það sem kvikmynd, það tekur raunveruleikann og allt hráa stöffið úr efninu, sem maður á ekki að vera að leitast eftir að gera með found footage myndir. Tæknibrellur myndarinnar eru þó til fyrirmyndar, þær halda myndinni vel á lofti.

Þessi mynd er góð afþreying, skemmtileg og athyglisverð. Ég mæli með henni úr found footage geiranum, klárlega með þeim betri að mínu mati. Það er sumardagskrá í Bíó Paradís þessa dagana, það er hægt að skella sér á ýmislegt þar, um að gera.