Grillmeistari í kvöldskóla – fyrsta stikla úr Night School

Grínistinn og Íslandsvinurinn tilvonandi Kevin Hart, á sitthvað ólært í fyrstu stiklunni úr nýjustu mynd sinni The Night School.

Í myndinni er persóna Hart frábær grillsölumaður en allt springur í loft upp í orðsins fyllstu merkingu. Hann ákveður skrá sig í kvöldskóla í kjölfarið, þar sem kennarinn, Kerry, leikinn af Tiffany Haddish, á sitthvað óútkljáð í sínu eigin lífi.  Mun henni takast að troða einhverju í hausinn á Hart? Og mun bekkurinn ná að klára prófin?

Leikstjóri er Girls Trip leikstjórinn Malcolm D. Lee.

Aðrir helstu leikarar eru Taran Killam, Mary Lynn Rajskub, Megalyn Echikunwoke, Ben Schwartz og Rob Riggle. Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 28. september og einnig sama dag hér á landi.

Sjáðu stikluna og plakat hér fyrir neðan: