Gullkorn

Þessi gullkorn birtust fyrst í októberhefti Myndum mánaðarins:

Sú mynd sem fékk mig til að ákveða endanlega að verða leikari var The Elephant Man eftir David Lynch.

Bradley Cooper um áhrifamestu myndina.

ed helmsÞað versta við þynnkuna er ekki hið líkamlega ástand heldur sektarkenndin yfir því sem maður sagði og gerði á fylleríinu.

Ed Helms, sem er fyrir löngu hættur að drekka.

Mér finnst gaman að segja klúra brandara. Kynlíf er fyndið.

Heather Graham, um það sem fólk veit ekki um hana.

Hann var bara svo myndarlegur og svo kunni hann að dansa.

– Olivia Wilde, um hvað heillaði hana upphaflega við unnustann, Jason Sudeikis.

Þegar þeir bjóða mér aðalhlutverkið þá er venjulega eitthvað að handritinu.

– Jason Bateman, um tilboðin.

Af öllum þessum fallegu stjörnum þá eru bara fjórar sem eru raunverulega
fallegar. Hinar eru bara með fólk í vinnu.

– Tina Fey, um náttúrulega og ónáttúrulega fegurð.

Ég get gengið óáreittur um göturnar. Sumt fólk kannast við svipinn á mér en man samt ekki hvaðan.

– Paul Rudd, um athyglina.

woodySumir kunna ekki að höndla frægðina og brjálast og ég var einn af þeim. Í dag er ég samt nokkuð viss um að ég hafi komist heill frá þessu.

– Woody Harrelson, um frægðina.

Tilgangur kvenna er að vefja karlmönnum um fingur sér.

Isla Fisher, um tilganginn.

Bestu stundir lífsins eru þær þegar við hlæjum.

– Halle Berry, um hlátur.

Fyrsta myndin er um hvernig það hefði getað orðið, önnur myndin eru m hvernig það hefði átt að vera og sú þriðja er um hvernig það er.

– Ethan Hawke, um Before trílógíuna.

Flest fólk leyfir sér alls konar hliðarspor um leið og það krefst stöðugleika af öðrum.

Richard Linklater, um tvískinnung.

Jafnvel lágvaxnir menn kunna að meta konur á háum hælum.

– Diane Lane, um háa hæla.

Ég hef unnið með meinfýsnasta fólki í heimi. Það er ekkert sem hræðir mig lengur.

the-fighter-amy-adams– Amy Adams, um það sem hún óttast mest.

Ég held að flestir geri mistök einhvern tímann á ævinni og ég er alveg sáttur við mín.

– Kevin Costner, um mistökin.

Það halda margir að minn náttúrulegi hárlitur sé rauður. En það er ekki rétt. Ég er ljóshærð.

– Emma Stone, um hárlitinn.