Hákarlar taka flugið á ný

sharknadoVivica A. Fox, Mark McGrath, Kelly Osbourne, Andy Dick, Judah Friedlander og Judd Hirsch hafa verið ráðin í framhaldið af sjónvarpsmyndinni Sharknado, Sharknado 2: The Second One. Tökur hefjast í næstu viku.

Við sögðum síðasta sumar frá velgengni myndarinnar Sharknado sem sýnd var á Syfy sjónvarpsstöðinni bandarísku og síðar í bíó, en myndin segir frá því þegar mikill hvirfilbylur geysar og hákarlar sogast upp úr sjónum í stórum torfum og síðan rignir þeim niður í Los Angeles. Í nýju myndinni mun óveður geisa á nýjan leik, en New York verður nú fyrir barðinu á fljúgandi hákörlunum.

Fyrri myndin einkenndist af slæmum tæknibrellum og enn verri leik, en myndin sló í gegn á samfélagsmiðlum, og olli miklu umtali.