Hangover 3 – Fyrsta stiklan!

Jæja þá er komið að því. Í gær birtum við fyrsta plakatið úr The Hangover Part III og nú er fyrsta stiklan komin í hús.

Skoðið stikluna hér að neðan:

Söguþráður myndarinnar hefur ekki verið gefinn út, en eitt er víst að í þetta skiptið er engin gifting og ekkert steggjapartý eins og í hinum myndunum. Hvað gæti þá farið úrskeiðis?

Smelltu hér til að lesa meira um myndina hér á kvikmyndir.is

Myndin kemur í bíó 24. maí nk.

Hvernig líst þér svo á stikluna?