Tom Hanks mun framleiða í gegnum Playtone framleiðslufyrirtæki sitt, og að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Downtown. Í myndinni myndi Hanks leika samkynhneigðan einkaspæjara sem rannsakar dularfullan dauðdaga ástmanns síns. Upprunalegt handrit myndarinnar var skrifað af Alan Ball ( American Beauty ), en hefur nú verið endurskrifað af Scott Frank. Frank þessi hefur getið sér góðan orðstír sem góður endurskrifandi, en hann hefur unnið með handritin að bæði Minority Report og The Ring. Ron Howard er líklegastur til þess að leikstýra myndinni þegar að því kemur.

