American Beauty (1999)
"Líttu þér nær... / ... look closer"
Lester Burnham er með gráa fiðringinn og á í tilvistarkreppu og það hefur áhrif á líf fjölskyldu hans, sem samanstendur af kvikindislegri eiginkonu hans Carolyn...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Lester Burnham er með gráa fiðringinn og á í tilvistarkreppu og það hefur áhrif á líf fjölskyldu hans, sem samanstendur af kvikindislegri eiginkonu hans Carolyn og uppreisnargjarnri dóttur, Jane, sem hatar hann. Carolyn er fasteignasali, á kafi í vinnu, sem tekur upp ástarsamband við annan fasteignasala, Buddy Kane. Á sama tíma er Jane að verða ástfangin af Ricky Fitts, skrítna stráknum í næsta húsi, sem er eiturlyfjasali og heimildamyndagerðarmaður og býr ásamt ströngum föður og móður sem segir fátt. Tilvistarkreppa Lester rekur hann í að umbreyta lífi sínu. Hann hættir í vinnunni og fær sér vinnu á skyndibitastað. Hann byrjar að stunda líkamsrækt til að ná athygli Angela, vinkonu Jane, sem montar sig af kynferðislegum sigrum sínum um hverja helgi. Líf fólks breytist, en hugsanlega ekki til hins betra.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda (15)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráSorry gott fólk en þessi mynd er drasl. Arfaslöpp og drepleiðinleg. Segir frá einhverjum náunga(sem Kevin Spacey gerir alveg óþolandi og pirrandi) sem skyndilega snarbreytist og hegðar sér e...
Þessi mynd er leikstýrð af Sam Mendes og handritið gerir Alan Ball sem færir okkur einnig hinu geisi vinsælu þætti six feet under. Myndin er lauslega um fertugan mann sem er staddur á tímam...
Satt best að segja fannst mér þessi mynd SNILLD!!! Ég ætlaði aldrei að getað hætt að hugsa um hana þegar ég kom heim, pæla, pæla, pæla...í henni. Frábærir leikarar og algjör s...
ALLS EKKI ÓSKARSVERÐLAUNAMYND. American Beauty er ósköp venjuleg mynd hún gerist í góðu hverfi í Bandaríkjunum þar sem hin fullkomna fjölskylda býr. Einn daginn vaknar faðirinn og eiginm...
Þessi mynd er ein sú allra besta sem ég hef séð. ÉG VIL TAKA SKÝRT FARM AÐ ÞESSI GREIN INNIHLELDUR MJÖG STÓR ATRIÐI ÚR SÖGUÞRÆÐI MYNDARINNAR (SPOILERS)!!!!!!!! Í byr...
Ég held að það lýsi ekkert þessari mynd betur heldur en viðbrögð áhorfenda í salnum á kvikmyndahátíðinni hérna í Prag. Ekki nóg með að það væri klappað (eitthvað sem gerist ...
Vá! Endrum og eins kemur mynd sem ekki bara nær að skemmta þér og fær þig til þess að hugsa heldur lætur hún þig einnig upplifa allan tilfinningaskalann og sýnir þér hve lífið getur v...
Það var sannarlega ánægjulegt, að þessi bleksvertugamanmynd skyldi hafa verið metin að verðleikum við óskarsverðlaunaafhendinguna nú í ár. Hún átti það skilið. Kevin Spacey er alve...
Alveg ágætis mynd með ferska sýn sýn á það hvernig meðaljóninn ákveður að byrja lifa lífinu. skemmtilegasti parturinn var að fylgjast með honum breytast og síðan taka afleiðingunum ...
Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég sá bara ekki einn einasta galla á þessari mynd. Kevin Spacey er frábær leikari, og leikstjórinn, Sam Mendes, á mikin heiður skilin. Söguþráðurinn ...
Halló veri fólkið. Ég er ótrúlega ósámmala ykkur flestum. Ég fór á hana í bíó og ég sofnaði næstum á henni . Hún fær hálfa stjörnu hjá mér fyrir leik Kevin Spacey(eða það se...
Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í að lýsa þessari mynd því að það er aðeins eitt orð: Fullkomin. Og ógleymanleg. En af bestu myndum sem ég hef séð. FULLKOMIN!
Einstaklega vönduð mynd sem fjallar um fjölskyldu nokkra sem býr í úthverfi ónefndrar stórborgar í Bandaríkjunum. Úr fjarlægð virðist fjölskyldulífið vera fullkomlega eðlilegt en ...
Framleiðendur


























