Hasshaus verður skotmark

kristen-stewart-breaking-dawn-2-red-eyesTwilight stjarnan Kristen Stewart og Social Network leikarinn Jesse Eisenberg munu leika saman í myndinni American Ultra, en tökur myndarinnar hefjast í apríl nk.

Stewart og Eisenberg sameinast þar með á ný, en þau léku saman í mynd Greg Mottola, Adventureland fyrir fimm árum síðan.

Project X leikstjórinn Nima Nourizadeh leikstýrir.

Eisenberg leikur í myndinni hasshaus sem býr með kærustunni ( Stewart ) í litlum bæ. Líf hans tekur óvænta stefnu þegar fortíðin kemur í bakið á honum og hann verður skotmark ríkisstjórnarinnar sem vill losna við hann.

Stewart lék í þremur myndum á síðasta ári, síðustu Twilight myndinni, On the Road og Snow White and the Huntsman. Eisenberg sást síðast í Now You See Me.